Upplýsingasetur um einkaleyfi

Upplýsingasetur um einkaleyfi, Patent Library (PATLIB), hafa verið starfrækt hér á landi frá árinu 2006, annars vegar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hins vegar hjá Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands

Upplýsingasetrin eru rekin með það að markmiði að auka vitund og þekkingu almennings á hugverkaréttindum með aukinni fræðslu, upplýsingagjöf og bættri aðstöðu fyrir almenning til að kynna sér slík málefni. 

Rekstur Upplýsingasetranna gerir almenningi sem og starfsmönnum og nemendum háskólanna kleift að leita sér upplýsinga um hugverkaréttindi eða koma og framkvæma sjálft leit í gagnabönkum með aðstoð starfsmanna upplýsingasetranna. Á báðum stöðum, hjá Nýsköpunarmiðstöð og vísinda- nýsköpunarsviði Háskóla Íslands, er boðið upp á aðstöðu þar sem aðgengi er að tölvum sem tengdar eru við gagnabanka. 

Upplýsingasetrin eru rekin í samvinnu við Einkaleyfastofuna