Samskráning

Í einni og sömu umsókn er hægt að sækja um vernd á fleiri en einni hönnun.

Skilyrði er að um sé að ræða vörur til sömu eða svipaðra nota og að þær séu flokkaðar í sama flokk samkvæmt Locarno-samningnum um alþjóðlega flokkun hönnunar.

Einkaleyfastofan flokkar hönnun í samræmi við ákvæði Locarno-samningsins. Flokkun hefur þýðingu ef sótt er um vernd á fleiri en einni hönnun í sömu umsókn (samskráning), því þá er það gert að skilyrði að hannanirnar falli undir sama flokk. Flokkunin hefur engin áhrif á umfang verndarinnar.