Rafræn umsókn

Notendur rafrænna umsókna/endurnýjana vörumerkja vinsamlegast athugið:

  • Til þess að opna rafræna umsóknarformið fyrir vörumerki þarftu að hafa rafræn skilríki eða Íslykil.
  • Rafræna umsóknin virkar ekki ef notaðar eru útgáfur 6-9 af Internet Explorer. 
  • Reikningur vegna umsóknarinnar birtist í heimabanka eiganda kennitölu umsækjanda merkisins. Reikningurinn er merktur Ríkissjóðsinnheimtum.
  • Viðvörun um falsaðar greiðslubeiðnir. Einkaleyfastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum. Einkaleyfastofan hefur enga tengingu við þessa aðila og biður viðskiptavini sína um að greiða ekki umbeðin gjöld þar sem tilgangur þeirra virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur.
  • Á umsóknareyðublaðinu þarf að færa inn númer vöru- og þjónustuflokka, ásamt upptalningu þeirrar vöru/þjónustu sem merkið óskast skráð fyrir. Vöru- og þjónustuflokkarnir eru 45 og gefur yfirskrift þeirra til kynna hvaða vöru eða þjónustu þeir innihalda. Nánari upplýsingar hér.
  • Umsóknin verður ekki tekin til meðhöndlunar fyrr en umsóknargjöld hafa verið greidd. Umsóknargjöld eru ekki endurgreidd verði umsókninni hafnað.

Smelltu hér til að sækja rafrænt um skráningu og endurnýjun vörumerkis