PPH - flýtimeðferð

„Patent Prosecution Highway“ (PPH) eða flýtimeðferð einkaleyfisumsókna er valkostur sem hefur undanfarin ár staðið íslenskum umsækjendum til boða. Yfirmarkmið PPH er að stytta afgreiðslutíma einkaleyfisumsókna á heimsvísu en mörg ríki eru með slíka samninga sín á milli.

Einkaleyfastofan hefur frá 6. janúar 2014 tekið þátt í samstarfi nokkurra ríkja um það sem nefnt hefur verið Global Patent Prosecution Highway (GPPH).  Um er að ræða bæði landsbundið PPH ferli og PCT-PPH.

Þann 1. júlí 2014 hófst PPH samstarf við kínversku einkaleyfastofuna, SIPO, sem framlengt hefur verið til 30. júní 2019. Það felur í sér bæði landsbundið PPH ferli milli ríkjanna og PCT-PPH ferli frá Kína til Íslands.

Markmið PPH er að stuðla að enn frekari einföldun á PPH kerfinu og felur í sér að hafi verið sótt um einkaleyfi í einu ríki (fyrri stofnun – Office of Earlier Examination/OEE), getur umsækjandi farið fram á flýtimeðferð í öðru ríki (seinni stofnun – Office of Later Examination/OLE) með vísan til viðkomandi samkomulags. Skilyrði fyrir slíkri beiðni er að sýnt sé fram á að fyrri stofnun hafi rannsakað sambærilega umsókn og metið einhverjar krafnanna einkaleyfishæfar. Síðari stofnun er hins vegar ekki skylt að taka til greina rannsókn fyrri stofnunar heldur er reynt eftir fremsta megni að nýta þá rannsóknarvinnu sem þegar hefur farið fram.

Nánari upplýsingar um PPH samkomulag Einkaleyfastofunnar og  SIPO má finna hér og hér (á kínversku). Leiðbeiningar á ensku má finna hér.

Nánari upplýsingar um GPPH, skilyrði, kröfur um fylgigögn o.fl. er að finna hér og á vefsíðu PPH samstarfsins.

Umsókn

Upplýsingar um hvernig sótt er um flýtimeðferð hjá Einkaleyfastofunni er að finna á ensku viðmóti síðunnar undir PPH Accelerated Examination.