Gjöld

Umsóknargjöld eru ekki endurgreidd.

Ekki er tekið við greiðslum með kreditkortum. 

Einkaleyfastofan innheimtir gjöld samkvæmt ákvæðum reglugerðar sem settar eru á grundvelli laga um hugverkaréttindi á sviði iðnaðar og önnur hliðstæð þjónustugjöld. Núgildandi gjaldskrá er samkvæmt reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl. nr. 818/2016, með síðari breytingum sem tók gildi þann 1. janúar 2017. Við gerð reikninga og greiðsluseðla notast Einkaleyfastofan við innheimtukerfi ríkisins, TBR.  

Viðvörun um falsaðar greiðslubeiðnir 

Einkaleyfastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum. Einkaleyfastofan hefur enga tengingu við þessa aðila og biður viðskiptavini sína um að greiða ekki umbeðin gjöld berist þeim svona erindi þar sem tilgangur þeirra virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur.

Gjaldskrá

Gjöld fyrir umsókn um skráningu vörumerkis eða endurnýjun: Krónur
Umsóknar- eða endurnýjunargjald, einn vöru- eða þjónustuflokkur innifalinn:  32.200
Viðbótargjald fyrir hvern vöru- og/eða þjónustuflokk umfram einn:    6.900
Gjald fyrir hverja mynd umfram eina í umsókn þegar merkið er í þrívídd:    3.500
Gjöld fyrir tilnefningu á Íslandi í umsókn um alþjóðlega skráningu merkja eða vegna endurnýjunar þeirra eru greidd til Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO).  
   
Ýmis gjöld vegna vörumerkja:  
Umsýslugjald fyrir móttöku og meðhöndlun alþjóðlegrar vörumerkjaumsóknar:  17.300
Beiðni um breytingu á skráðu merki:    6.900
Beiðni um hlutun umsóknar eða skráningar:  20.700
Tilkynning um andmæli eða krafa um að skráning merkis verði felld úr gildi:  41.400
Gjald fyrir beiðni um endurupptöku:    11.000
Gjald fyrir beiðni um innfærslu upplýsinga um aðilaskipti, nytjaleyfi eða veðsetningu:    6.900
Gjald fyrir beiðni um aðrar innfærslur í málaskrá, s.s. breyting á nafni eða heimilisfangi umsækjanda eða breytingar varðandi umboðsmann:    3.500
Rafrænt afrit af umsókn eða af skráðu merki eða öðrum skjölum úr skjalavistunarkerfi:    1.200
Staðfest afrit af skjölum skv. 6. tl. eða útgáfa forgangsréttarskjals:    4.600
Útprentun eða ljósritun gagna, hver síða í stærðinni A4:       200
Leit í vörumerkjaskrá að sambærilegu merki:    5.800
Fyrir þjónustu, sem verður ekki heimfærð undir einingarverð reglugerðarinnar, svo sem umfangsmikla leit, athuganir, úrvinnslu eða tölvuútskriftir, greiðist tímagjald:    6.900

Byggðarmerki

Samkvæmt reglugerð um skráningu byggðarmerkja nr. 112/1999 skal með umsókn um skráningu byggðarmerkis fylgja gjald, kr. 40.000,-. Hafi gjald ekki verið greitt innan eins mánaðar frá umsóknardegi fellur umsóknin úr gildi.