Faggildingarstarfið

Faggildingarstarfið er viðamikið starf sem teygir anga sína víða. Starfsmenn ISAC framkvæma ýmis verk og ber helst að telja umsjón og stjórnun úttekta á faggiltum aðilum á Íslandi en þeir eru um 50 talsins, viðhald stjórnunarkerfis ISAC, viðhald og gerð faggildingaráætlana og samstarf við ráðuneyti, eftirlitsstjórnvöld og hagsmunaaðila. Að auki er ISAC hluti af evrópsku samstarfi faggildingastofa og sitja starfsmenn sviðsins fundi nokkurra nefnda innan þess samstarfs.