Einkaleyfi á Íslandi

Umsókn um einkaleyfi á Íslandi skal skila til Einkaleyfastofunnar. Umsókn getur verið:

Ekki er tekið við umsóknum í tölvupósti þar sem umsókn krefst ávallt undirritunar.

Umsóknargjöld eru samkvæmt gjaldskrá og fást ekki endurgreidd.

Einkaleyfastofan vekur athygli á að Tækniþróunarsjóður býður nú upp á sérstaka styrki til að undirbúa og skila inn umsóknum um einkaleyfi hér á landi og erlendis. Hámarksstyrkur fyrir landsbundna umsókn er 300 þús.kr. og 1,2 m.kr. fyrir alþjóðlega umsókn. Nánar má fræðast um styrkina og sækja um á vefsíðu sjóðsins: http://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/

Forgangsréttur

Hafi verið sótt um einkaleyfi hér á Íslandi, er hægt innan 12 mánaða frá umsóknardegi að leggja inn umsókn sama efnis í öðru ríki og krefjast forgangsréttar frá upphaflegu umsókninni. Seinni umsókn telst þá lögð inn sama dag og sú fyrsta (forgangsréttardagur). Þannig tapast enginn tími ef t.d. byrjað er með íslenska grunnumsókn og fyrstu viðbrögð könnuð við henni áður en umsóknarferli erlendis er hafið.

Nánari upplýsingar og ákvæði um einkaleyfisumsóknir og einkaleyfi á Íslandi er að finna í lögum um einkaleyfi og reglugerð um einkaleyfi.

Skilyrði umsóknar

Frumskilyrði fyrir því að hægt sé að fá  einkaleyfi fyrir uppfinningu er að hún sé ný, frumleg og hæf til framleiðslu. Mikilvægt er því að halda uppfinningu sinni leyndri þangað til búið er að leggja inn einkaleyfisumsókn.

Hvaða vernd veitir einkaleyfi?

Einkaleyfaréttur er einkaréttur sem gefur eiganda rétt til þess að banna öðrum að framleiða, flytja inn og selja uppfinningu sem vernduð er með einkaleyfi. Einkaleyfisverndaða uppfinningu má því aðeins framleiða, nota, dreifa eða selja með leyfi eiganda einkaleyfis. Þegar einkaleyfi rennur út lýkur verndinni. Uppfinningin verður þá að almenningseign og aðrir mega hagnýta hana, framleiða og selja.

Hve lengi gildir einkaleyfi?

Með einkaleyfi sem Einkaleyfastofan veitir, er hægt að vernda uppfinningar í um 20 ár, en með viðbótarvottorði (SPC) er unnt að lengja verndartíma einkaleyfis fyrir lyfi eða plöntuvarnarefni um allt að fimm ár.

PCT umsókn yfirfærð til Íslands

Ef yfirfæra á PCT grunnumsókn til Íslands, þarf það að gerast innan 31 mánaðar frá forgangsréttar- eða umsóknardegi. Við yfirfærslu, er ferlið það sama og fyrir íslenska grunnumsókn, þannig eru eyðublöð og gjöld þau sömu og meðhöndlun áþekk.

Evrópskt einkaleyfi staðfest á Íslandi

Til þess að staðfesta evrópskt einkaleyfi á Íslandi, þarf innan 4 mánaða frá því að einkaleyfið var veitt hjá EPO að leggja inn hjá Einkaleyfastofunni eftirfarandi:

Beiðni um gildistöku evrópsk einkaleyfis á Íslandi, by jonakh

  • Útgáfugjald, sbr. gjaldskrá
  • Íslenska þýðingu á kröfum einkaleyfisins
  • Hafi einkaleyfið verið veitt á frönsku eða þýsku, þarf að leggja fram íslenska eða enska þýðingu á lýsingu og öðrum hlutum einkaleyfisins. (Hafi einkaleyfið verið veitt á ensku, þarf ekki að leggja fram þýðingu á lýsingu og öðrum hlutum einkaleyfisins.).