Leit í gagnabönkum

Alþjóðlegt flokkunarkerfi

Allar uppfinningar sem rata í einkaleyfisumsóknir, eru flokkaðar samkvæmt alþjóðlegu flokkunarkerfi (enska: "International Patent Classification", IPC), sjá vefsíðu IPC hjá Alþjóðahugverkastofnunni. Þannig fá allar uppfinningar ákveðið flokkunartákn sem vísar í tæknisvið uppfinningarinnar. Flestar uppfinningar fá fleiri en eitt flokkunartákn. Með þessum hætti er auðveldara að leita að ákveðnum uppfinningum í gagnabönkum um einkaleyfi t.d. espacenet-grunninum.

Leit í einkaleyfaskrá

Leit í gagnabanka Einkaleyfstofunnar má finna efst í hægra horni vefsíðunnar.

Einkaleyfaskrá inniheldur upplýsingar um einkaleyfisumsóknir og skráð einkaleyfi á Íslandi.

Umsóknarnúmer landsbundinna umsókna eru með forskeytið „IS“ en evrópsk einkaleyfi tilnefnd eða staðfest hér á landi, eru með forskeytið „EP“.

Vinsamlegast gerið Einkaleyfastofunni viðvart, t.d. með því að senda inn ábendingu á heimasíðu, ef upplýsingar í skránni eru ekki réttar.

Athugið: Ef þær upplýsingar sem birtar eru í ELS-tíðindum eru ekki í samræmi við upplýsingar í Einkaleyfaskrá teljast ávallt þær upplýsingar sem birtast í ELS-tíðindum vera lagalega réttar.

Varðandi skilgreiningar á hugtökum sem fram koma í gagnagrunninum, vísast í reglugerð um einkaleyfi nr. 477/2012.

Leit í erlendum gagnabönkum

Á netinu má finna ýmsa gagnabanka með upplýsingum um einkaleyfi er veitt hafa verið í heiminum, og er því  hægt að fá vísbendingar um hvort uppfinningin er ný og sérstæð og hafi ekki verið fundin upp áður

Espacenet - Gagnabanki Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO). Hægt er að fletta upp eftir leitarorðum (á ensku) og skoða um 90 milljónir einkaleyfaskjöl frá öllum helstu iðnríkjum heims, sem innihalda upplýsingar um uppfinningar og tækniþróun frá árinu 1836. 

Patent Scope - Gagnabanki Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) 

European Patent Register - Gagnabanki EPO. Þar er hægt að skoða meðferð einstakra mála hjá EPO.

Einnig er hægt að leita til einkaleyfayfirvalda, umboðsskrifstofa um einkaleyfi sem sérhæfa sig í athugun á nýnæmi uppfinninga með leit í gagnabönkum og upplýsingasetra um einkaleyfi sem rekin eru í samvinnu við Einkaleyfastofunna.