Hönnun

Útlit vöru sem hægt er að nema sjónrænt.

 

 • Hvað er hönnun?

  Hönnun afmarkast af útliti vöru sem hægt er að nema sjónrænt. Þó svo að vara hafi tæknilega virkni er það aðeins útlit hennar sem fæst verndað með hönnunarvernd. Útlit vörunnar ræðst fyrst og fremst af formi hennar þó aðrir þættir geti einnig haft áhrif, svo sem litur og efni.

  Eignarréttur sem getur verið verðmætur
 • Til hvers ætti ég sækja um hönnunarvernd?

  Hönnunarréttur er eignarréttur sem getur verið verðmætur. Rétt til hönnunar má framselja eða veita öðrum leyfi til að nota (nytjaleyfi). Skráning hönnunar veitir eiganda skráningarinnar einkarétt til að hagnýta hana og rétt til að banna öðrum að hagnýta sér viðkomandi hönnun.   

  Kostir hönnunarverndar
 • Hvernig veit ég hvaða hönnun er skráð?

  Hægt er að skoða allar hannanir sem skráðar eru á Íslandi og í öðrum löndum í gagnagrunni DesignView.

  Leitarvél
 • Hvað kostar að sækja um hönnun?

  Umækjandi getur valið hvort að hann óskar eftir vernd í fimm ár eða lengur strax frá upphafi og endurnýja má skráningu hönnunar til fimm ára í senn þar til 25 ára verndartíma er náð. Sérstakt gjald er greitt ef óskað er eftir rannsókn.

  Skoða gjaldskrá
 • Hvernig sæki ég um hönnun?

  Hönnun skráð hjá Einkaleyfastofunni gildir einungis á Íslandi. Rétt er að leggja inn umsókn strax og hönnunin er fullmótuð og áður en farið er að leita að fjárfestum eða hugsanlegum samstarfsaðilum vegna framleiðslu. Þó er hægt að leggja inn umsókn allt að 12 mánuðum eftir að hönnun var gerð aðgengileg án þess að svonefnt nýnæmi hennar teljist skert (griðtími). Einnig er hægt að sækja um vernd á fleiri en einni hönnun að ákveðnum skilyrðum uppfylltum (samskráning).

  Sækja um
 • Hvað gerist eftir að ég hef lagt inn umsókn?

  Einkaleyfastofan kannar einungis hvort formskilyrði varðandi umsókn séu uppfyllt áður en hönnun er samþykkt til skráningar. Ef þau eru ekki uppfyllt er kallað eftir upplýsingum. Þegar umsókn uppfyllir öll þau formskilyrði sem óskað er eftir er hönnunin skráð. Ekki fer fram sérstök könnun á því hvort að hönnun teljist ný og sérstæð. Hins vegar getur Einkaleyfastofan, gegn beiðni og sérstöku gjaldi, rannsakað hvort hönnun brjóti hugsanlega gegn hönnun sem þegar nýtur verndar eða fari í bága við vörumerkjarétt annars aðila.  

  Nánari upplýsingar
 • Hvernig sæki ég um erlendis?

  Hönnun sem skráð eru hjá Einkaleyfastofunni er einungis vernduð á Íslandi.  Ef markaðssetning er fyrirhuguð erlendis, er mikilvægt að skrá hönnunina einnig í öðrum löndum en á Íslandi.

  Hægt er að nýta sér reglur um forgangsrétt, en í því felst að hægt er að leggja inn umsókn í öðrum ríkjum innan 6 mánaða frá umsóknardegi hér á landi. Seinni umsókn telst þá lögð inn sama dag og sú fyrsta.

  Til þess leggja inn umsókn um skráningu hönnunar í öðrum löndum þarf að gera eitthvað af eftirfarandi:

  (a) Sækja um alþjóðlega skráningu hönnunar (skv. Haag samningnum) hjá Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO).  Einkaleyfastofan hefur milligöngu um slíka umsókn. 

  (a) Íslendingar eiga einnig kost á því að vernda hönnun sína innan Evrópusambandsins með því að leggja inn umsókn um svokallaða evrópuhönnun (e. Registered Community Design-RCD) hjá Vörumerkja- og hönnunarskrifstofu Evrópusambandsins (EUIPO). Hægt er að velja þessa leið með því að tilnefna Evrópusambandið í alþjóðlegri umsókn  eða með milligöngu umboðsmanns sem staðsettur er innan Evrópusambandsins.

  (a) Sækja um hönnun í hverju landi fyrir sig. Ef aðeins er ætlunin að sækja um vernd í 1-3 löndum getur borgað sig að óskað eftir vernd í hverju landi fyrir sig.

  Umsókn erlendis