Griðtími og frestun skráningar

Griðtími

Griðtími gefur hönnuði möguleika á að opinbera hönnun sína, þar með talið prófa hana á markaðinum, innan 12 mánaða áður en hann ákveður hvort umsókn skuli lögð inn til Einkaleyfastofunnar. Birting hönnunar, fyrir atbeina hönnuðar, innan þessara tímamarka hefur ekki áhrif á nýnæmi hönnunar.

Frestun skráningar

Umsækjandi getur óskað eftir því að skráningu verði frestað í allt að 6 mánuði frá umsóknardegi eða forgangsréttardegi, sé hans krafist. Beiðnin felur í sér að myndum af hönnuninni sé haldið leyndum. 

Skráning

Þegar hönnun hefur verið skráð hún birt á heimasíðu Einkaleyfastofunnar í ELS-tíðindum. Blaðið kemur út 15. hvers mánaðar.