Gæðamál

Einkaleyfastofan leggur metnað í að veita góða og faglega þjónustu og hefur verið með vottað gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 staðlinum frá árinu 2013. Gæðakerfi stofnunarinnar var vottað samkvæmt 2015 útgáfu staðalsins í desember 2017 af þýsku vottunarstofunni DQS.

ISO 9001 staðalinn fjallar m.a. um ábyrgð stjórnenda, stjórnun auðlinda, uppbyggingu ferla vegna framleiðslu og þjónustu, mælingar á starfsemi og hvernig frávik eru greind til þess að stuðla að sífelldum umbótum. Einn meginþáttur staðalsins snýr að því að hlusta á þarfir viðskiptavina og laga starfsemina að óskum þeirra eins og mögulegt er.

Verkferli eru skráð í gæðahandbók ELS og innri úttektir eru gerðar á skráðum verkferlum en þær eru einn mikilvægasti þátturinn í því að þróa og viðhalda gæðakerfinu.

Forstjóri ber ábyrgð á gæðakerfi Einkaleyfastofunnar og sviðsstjórar bera ábyrgð á gæðum þeirrar starfsemi sem snýr að þeirra sviði. Gæðastjóri annast eftirlit með gæðakerfinu og virkni þess sem fulltrúi stjórnenda.

iso_9001-2015.jpg