Faggildingarferlið

Til að geta orðið faggilt samræmismatsstofa þarf að framkvæma eftirfarandi atriði. Sækja skal um faggildingu til ISAC - faggildingarsviðs Hugverkastofunnar. Umsóknargögn er að finna á heimasíðu faggildingarsviðsins, en einnig er hægt að hafa beint samband við starfsmenn sviðsins.

Umsóknargögn samanstanda af umsóknareyðublaði og spurningarlista sem ber að fylla út og svara. Með umsókn skal alltaf fylgja gæðahandbók sem lýsir gæðakerfi og starfsemi viðeigandi. Við umsókn skal greiða umsóknargjald.

Þegar umsókn berst ISAC er hún yfirfarin og endar með að greinargerð er skrifuð þar sem mat er lagt á hvort að umsóknaraðili sé tilbúinn að undirgangast svokallað faggildingarmat eður ey. Ef þurfa þykir er óskað eftir frekari upplýsingum og gögnum.

Ef að umsóknaraðili telur sig tilbúinn og hefur þess til stuðnings álit faggildingarsviðsins, fer fram svokallað faggildingarmat.

Faggildingarmat er mat sem fer fram á tæknilegri hæfni viðkomandi samsæmismatsstofu. Því er skipt í tvo hluta, annarsvegar þar sem gæðakerfi, skráningar og skjalfest starfsemi er tekin út og hins vegar þar sem hin eiginlega tæknilega starfsemi er metin. Gjald fyrir faggildingarmat er ákveðið í gjaldskrá.

Í faggildingarmati koma oftar en ekki fram frávik frá kröfum sem ber að uppfylla. Þessi frávik skráir matsstjóri á vegum ISAC í svokallaða frávikaskýrslu og afhentir umsóknaraðila sem hefur allt að 60 daga til að gera úrbætur á frávikum.

Þegar að bætt hefur verið úr frávikum tekur ISAC - faggildingarsvið Hugverkastofunnar endanlega ákvörðun um hvort viðkomandi hljóti faggildinu. Hljóti viðeigandi faggildingu fær sá hin sami faggildingarnúmer og skjal þessa efnis til staðfestingar.

Eftir að faggilding hefur verið veitt fer fram árlega svokallað faggildingareftirlit þar sem farið er yfir gæðakerfi og tæknilega hæfnin er tekin út. Á fjögurra ára fresti fer fram endurmat á faggiltri starfsemi. Fyrir faggildingareftirlit og endurmat er greitt samkvæmt gjaldskrá.