ESB hönnun (EUIPO)

Unnt er að fá skráð hönnun í Evrópusambandinu í heild í stað þess að leggja inn sjálfstæðar umsóknir í hverju aðildarríki þess fyrir sig. Umsókn um svokallaða Evrópuhönnun (e. Registered Community Design - RCD) er beint til Hugverkastofu Evrópusambandsins (e. European Union Intellectual Property Office - EUIPO) sem sér alfarið um þessar umsóknir.

EUIPO er sjálfstæð opinber stofnun og starfar á grundvelli reglugerða nr. (EB) 207/2009 frá 26. febrúar 2009 um Evrópuvörumerki og nr. (EB) 6/2002 frá 12. desember 2001 um Evrópuhönnun.

Með RCD-skráningum fæst vernd í öllum 28 aðildarríkjum sambandsins og njóta þessar skráningar sömu verndar eins og aðrar hönnunarskráningar í aðildarríkjunum. Þá er Evrópusambandið aðili að Haag-skráningarkerfinu hvað varðar hönnun, þannig að hægt er að tilnefna sambandið í umsókn um alþjóðlega skráningu hönnunar. Sé Evrópusambandið tilnefnt er það EUIPO sem fer með alla meðferð umsóknarinnar.

Heimasíða EUIPO