Endurnýjun

Eigandi skráðs vörumerkis getur endurnýjað skráningu vörumerkis síns á 10 ára fresti. Umsókn um endurnýjun má leggja inn 6 mánuðum fyrir og allt að 6 mánuðum eftir skráningardagsetningu. Sé það ekki gert fellur skráningin úr gildi, sbr. 3. mgr. 27. gr. vörumerkjalaga nr. 45/1997.

Hér má finna umsóknareyðublað fyrir endurnýjun. Umsókn má senda í pósti og er þá reikningur sendur á eiganda. Greiða þarf endurnýjunargjald/grunngjald og flokkagjald fyrir hvern flokk umfram 1.

Í samræmi við 4. gr. auglýsingar nr. 311/2016, sbr. ákvörðun Einkaleyfastofunnar frá 1. janúar 2014, er heimilt við  fyrstu endurnýjun merkis eftir það tímamark að tilgreina nánar fyrir hvaða vörur og/eða þjónustu merki óskast skráð, hafi merki verið skráð fyrir yfirskrift flokks. Það er á ábyrgð eigenda eða umboðsmanna þeirra að tilgreina vörur og/eða þjónustu í samræmi við ákvæðið. Sjá nánar hér.

Hér má finna gjaldskrá.

Ef breytingar hafa orðið á eiganda vörumerkis, t.d. breyting á nafni eða eigandinn hefur sameinast öðrum, þarf að leggja fram gögn því til staðfestingar (vottorð frá Fyrirtækjaskrá.)   Ef vörumerki hefur verið selt, skal leggja fram afrit af kaupsamningi eða framsalsskjal í frumriti.

Breytingar  eru færðar í vörumerkjaskrá um leið og merki er endurnýjað og breytingar auglýstar í ELS-tíðindum.