Endurnýjun

Skráð hönnun gildir í eitt eða fleiri fimm ára tímabil talið frá umsóknardegi.  Beiðni um endurnýjun skal senda Einkaleyfastofunni í fyrsta lagi þremur mánuðum áður en skráningartímabili lýkur og í síðasta lagi sex mánuðum eftir lok þess. Sé það ekki gert fellur skráningin úr gildi, sbr. 2. mgr. 24. gr. hönnunarlaga nr. 46/2001. Skráninguna má endurnýja til fimm ára í senn þar til 25 ára verndartíma er náð.

Hér má finna umsóknareyðublað fyrir endurnýjun. Umsókn má senda í pósti og er þá reikningur sendur til eiganda.

Ef breytingar hafa orðið á eiganda hönnunarinnar, t.d. breyting á nafni eða eigandinn hefur sameinast öðrum, þarf að leggja fram gögn því til staðfestingar.  Ef hönnunin hefur verið seld, skal leggja fram afrit af kaupsamningi eða framsalsskjal í frumriti.