About patents

Með einkaleyfi er hægt að vernda tæknilega útfærslu á hugmynd. Ekki er hægt að vernda hugmyndina sjálfa heldur aðeins útfærslu hennar, s.s. búnað, afurð, aðferð eða notkun. Sem dæmi má nefna: Aðferð við framleiðslu matvæla, notkun á efni í framleiðslu á lyfi og fiskflokkunarvél (búnaður).

Með því að sækja um einkaleyfi gerir uppfinningamaður uppfinningu sína opinbera (eftir 18 mánuði frá umsóknardegi) og stuðlar þannig að dreifingu tækniþekkingar í heiminum. Einkaleyfi veitir einkaleyfishafa forskot á samkeppnisaðila, þar sem hann fær einkarétt á því að nota uppfinninguna í ákveðinn tíma. Einkaleyfi hvetur þannig samkeppnisaðila til að þróa nýjar lausnir á vandamálum.

Einkaleyfi er eins og hver önnur eign sem hægt er að leigja, kaupa og selja. Því getur eigandi einkaleyfis sem ekki hefur bolmagn til þess að framleiða eða markaðssetja uppfinninguna sjálfur selt einkaleyfið.

Einkaleyfiseign fyrirtækja er meðal þess sem fjárfestar horfa til þegar meta á verðmæti fyrirtækja.

Einkaleyfi veita því ekki aðeins vernd, heldur eru þau einnig hvatning fyrir uppfinningamenn með því að tryggja þeim viðurkenningu og fjárhagslegan ávinning. 

Bæklingur Einkaleyfastofunnar um einkaleyfi (til þess að skoða bæklinginn þarf forritið Acrobat Reader frá Adobe sem hægt er að fá á heimasíðu Adobe).

Ítarefni um einkaleyfi má finna í Handbók uppfinningamannsins, handbók sem gefin var út af Evrópsku einkaleyfastofunni (European Patent Office), en íslensk þýðing hennar má finna hér á heimasíðunni.