Árgjöld

Til þess að viðhalda einkaleyfi á Íslandi, þarf að greiða árgjöld til ELS á hverju ári, í allt að 20 árum.  Tíminn byrjar að líða um leið og umsókn er lögð inn, ef útgáfan dregst um nokkur ár, þarf að greiða árgjöld af umsókninni með sama hætti og af einkaleyfinu. Árgjöld fyrir einkaleyfisumsóknir og einkaleyfi má sjá í gjaldskrá hér á heimasíðunni.

Árgjöld þarf ávallt að greiða fyrirfram en þó gjaldfalla ekki árgjöld fyrir fyrstu tvö gjaldárin fyrr en árgjald fyrir þriðja gjaldár gjaldfellur, sjá nánar 41. gr. einkaleyfalaga.

Í vissum tilvikum er hægt að fá lengri vernd, sjá ákvæði um útgáfu viðbótarvottorða (sjá nánar IX. kafla a einkaleyfalaga).

ELS sendir ekki út tilkynningar til umsækjenda eða einkaleyfishafa til að minna á greiðslur árgjalda, eigandinn er einn ábyrgur fyrir því að greiða þessi gjöld á réttum tíma.