Andmælaréttur

Í ELS-tíðindum sem birtast á heimasíðu ELS eru birtar tilkynningar um umsóknir 18 mánuðum eftir að þær voru lagðar inn.  Eftir þá birtingu geta allir fengið aðgang að umsókninni og öðrum gögnum og samskiptum tengdum henni og þannig kynnt sér efni umsóknarinnar.  Hver sem er getur á umsóknartímanum lagt inn ábendingu gegn umsókninni sem ELS verður að taka afstöðu til. 

Innan 9 mánaða frá því að einkaleyfið var gefið út, getur hver sem er lagt inn andmæli gegn einkaleyfinu, hjá ELS  (sjá 21. gr. einkaleyfalaga og IV. kafla reglugerð um einkaleyfi).  ELS skoðar andmælin og tekur ákvörðun um það hvort einkaleyfið skuli standa óbreytt, í breyttri mynd eða það fellt niður, allt eftir upplýsingum sem koma fram í andmælagögnum.

Eftir að 9 mánuðir eru liðnir frá því að einkaleyfið var gefið út, verður að bera mál um brot á einkaleyfarétti, betri rétt til einkaleyfisins o.þ.h. undir dómstóla (sjá 57. gr. einkaleyfalaga).