Alþjóðasamstarf

Hugverkaréttur og vernd hugverka ráðast mjög af alþjóðlegu samstarfi og er Ísland aðili að mörgum alþjóðlegum samningum á þessu sviði. Með virkri þátttöku á alþjóðavettvangi gefst Einkaleyfastofunni kostur á að fylgjast með breytingum og hafa áhrif á þróun hugverkaréttar í framtíðinni.

Ísland er aðili að eftirtöldum alþjóðastofnunum á sviði hugverkaréttar:

  • Alþjóðahugverkastofnunin (WIPO)
  • Evrópska einkaleyfastofnunin (EPO)
  • Nordic Patent Institute (NPI)

 

Þá á Einkaleyfastofan einnig í nánu samstarfi við eftirtaldar stofnanir:

  • Hugverkastofa Evrópusambandsins (EUIPO) um endurmenntun o.fl. á sviði vörumerkja og hönnunar
  • Dönsku einkaleyfastofuna (DKPTO) um rannsóknir einkaleyfisumsókna

Ennfremur er í gildi tvíhliða samningur um flýtimeðferð einkaleyfisumsókna við kínversku einkaleyfastofuna (SIPO) sem og marghliða samkomulag um hið sama við 19 ríki undir heitinu GPPH.

Alþjóðlegir samningar á sviði hugverkaréttar sem Ísland er aðili að:

Þá hefur Ísland sem aðili að Samningnum um alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) lagað lög hér á landi að ákvæðum Samningsins um hugverkarétt í viðskiptum (TRIPS).

Ennfremur hefur Samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæði ásamt viðbótum leitt til þess að ýmsar lagabreytingar hafa verið gerðar hér á landi til samræmis við tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins.