Almennt um vörumerki

Vörumerki eru sýnileg tákn sem eru notuð til þess að auðkenna vörur og þjónustu eins aðila frá vörum og þjónustu annarra í atvinnustarfsemi.  

Vörumerki gegna mikilvægu hlutverki við markaðssetningu, hafa ríkt auglýsingagildi og verða því að hafa til að bera viss sérkenni eða séreiginleika sem gera þeim kleift að gegna því hlutverki.

Eftirfarandi dæmi gefa hugmynd um tákn sem möguleiki er að skrá sem vörumerki:

  • Orð eða orðasambönd, firmaheiti, mannanöfn, slagorð, bókstafir, tölustafir o.fl.
  • Myndmerki
  • Orð og mynd
  • Útlit eða umbúðir vöru

 

Mikilvægt er að hafa merki skráð ef verja þarf það fyrir ágangi annarra. Skráning vörumerkis gefur eiganda einkarétt á að nota merkið og getur hann þá bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi vörumerki sem eru eins eða lík vörumerki hans. Til þess að sanna eignarétt á grundvelli notkunar þarf að halda vel utan um öll gögn sem staðfest geta notkun merkisins sem vörumerkis fyrir tilteknar vörur/þjónustu, jafnvel langt aftur í tímann.

Vara og/eða þjónusta sem nær vinsældum verður því auðþekkt vörumerki sem eykur þannig heildarverðmætið, og hefur því vörumerkjaeign verið meðal þess sem fjárfestar horfa til þegar meta á verðmæti fyrirtækja þar sem vörumerki eru framseljanleg.

Til þess að skoða bæklinginn þarf forritið Acrobat Reader frá Adobe sem hægt er að nálgast á heimasíðu Adobe